Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við umboði til stjórnarmyndunar á Bessastöðum frá forseta Íslands. Það gladdi hann augljóslega í kuldanum.
Beðið eftir að komast í útsendingu RÚV á kosninganótt. Guðmundur Franklín, Hægri grænum, Pétur Gunnlaugsson, Flokki heimilanna og Þorvaldur Gylfason, Lýðræðisvaktinni.
Landhelgisgæslan sá um sprengingar í Kolgrafarfirði í vetur. Sprengjurnar áttu að fæla síldina út úr firðinum.
Tveir létust og einn slasaðist í flugslysi á kvartmílubrautinni á Akureyri í ágúst.
Kampakát ríkisstjórn kom til Bessastaða í sumarbyrjun.
Flutningaskipið Fernanda varð alelda á hafi úti. Áhöfninni var bjargað en skipið gjöreyðilagðist og verður rifið. Varðskip Landhelgisgæslunnar sá um slökkvistarf.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson mættu með eins bindi í kosningasjónvarpið í alþingiskosningunum í vor.
Mikil ófærð varð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Umferðarteppur mynduðust víða og almenningssamgöngur fóru úr skorðum. Strætó hætti að ganga um tíma vegna óveðursins.
Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands og bandaríski predikarinn Franklin Graham á Hátíð vonar í Laugardalshöll.
Fjölmenni mætti fyrir utan stjórnarráðið og kvaddi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra með rósum og hlýjum þökkum. Jóhanna hefur nú stigið af sviði stjórnmálanna eftir langan feril.
Margrét Þórhildur Danadrottning hafði mikinn áhuga á Flateyjarbók er hún heimsótti Ísland heim í tilefni af því að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar.
Tugmilljóna tjón varð þegar verslunin Mini Market brann. Piotr Jakubek kaupmaður sagði brunann vera mikið áfall.
Fleiri þúsund tonn af dauðri síld voru í Kolgrafarfirði í byrjun ársins.
Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson og Hinrik Geir Helgason í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þremenningarnir eru allir ákærðir í Stokkseyrarmálinu svonefnda. Málið er margþætt en snýst m.a. um grófa líkamsárás á mann sem var haldið föngnum í húsi á Stokkseyri.
Margir mótmæltu niðurskurði og uppsögnum fyrir utan Útvarpshúsið í Efstaleiti í vetur.
Starfshópur sem fór yfir rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum sagði í skýrslu sinni veigamiklar ástæður fyrir því að málin verði tekin upp á ný. Innanríkisráðherra og starfshópurinn kynntu þessar niðurstöður á blaðamannafundi.
Blær Bjarkardóttir fékk úr því skorið með dómi að hún megi heita Blær. Nafnið var í kjölfarið sett á mannanafnaskrá sem bæði kvenmannsnafn og karlmannsnafn. Málið vakti gríðarlega athygli og út fyrir landsteinana.
Hæstiréttur staðfesti í haust 7 ára fangelsisdóm yfir Karli Vigni Þorsteinssyni en hann var sakfelldur fyrir mjög alvarleg kynferðisbrot gegn þremur mönnum.
Erla Bolladóttir sem sat lengi í gæsluvarðhaldi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot sem hún sagði hafa átt sér stað á meðan hún var í varðhaldi. Ríkissaksóknari hætti rannsókn á málinu en um tæplega 40 ár eru liðin frá því að Erla sat í varðhaldi.
Sex fyrrverandi starfsmenn Landsbankans voru  ákærðir fyrir markaðsmisnotkun, þeirra á meðal Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri bankans sem hér mætir við þingfestingu málsins.
Frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir varð á árinu heimsmeistari 17 ára og yngri, og Evrópumeistari 19 ára og yngri, í 800 metra hlaupi.
Í haust flykktist síld inn í Kolgrafarfjörð og voru veiðar á henni tímabundið leyfðar innan brúar til að koma í veg fyrir stórfelldan síldardauða líkt og hafði tvisvar átt sér stað í firðinum á einu ári.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.  Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, var dæmdur í fimm ára fangelsi. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka í Lúxemborg, fékk þrjú ár og Ólafur Ólafsson, sem var stór hluthafi í Kaupþingi, fékk þriggja og hálfs árs dóm.
Hermann Gunnarsson fjölmiðlamaður lést 4. júní, 66 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur í sumarleyfi í Taílandi. Útför hans fór fram frá Hallgrímskirkju.
Byssumaður í Hraunbæ sem skaut á sérsveitarmenn lögreglunnar og var svo felldur, fluttur út í sjúkrabíl morguninn örlagaríka.
Menn úr tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins á vettvangi árásarinnar í Hraunbæ. Högl og forhlöð úr skotum byssumannsins voru á víð og dreif á bílastæðunum.
Lottópotturinn var áttfaldur í byrjun desember og margir hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Tveir hlutu fyrsta vinning.
Mikil ófærð og vonskuveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í byrjun mars. Bílar sátu fastir víða og tugir snjóruðningstækja höfðu ekki undan.
Landsliðskonurnar Katrín Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir fallast í faðma eftir leik Íslands og Svíþjóðar í úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu í sumar. Ísland tapaði leiknum 4-0. Margrét Lára tók í haust við sem fyrirliði íslenska landsliðsins af Katrínu sem hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir langan feril.
Sjö menn voru ákærðir fyrir aðild að innflutningi á rúmum 19 kílóum af amfetamíni sem send voru frá Kaupmannahöfn til Íslands í janúar.
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson reynir að leika á króatíska ungstirnið Mateo Kovacic í leik Íslands gegn Króatíu í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Króatar unnu leikinn.
Tónlistarmaðurinn og ungstirnið Steinar skaust upp á stjörnuhimininn á árinu. Hann gaf út sína fyrstu plötu en lag hans Up sat vikum saman á toppi lagalistans.
Veturinn byrjaði snemma á höfuðborgarsvæðinu. Það kunni unga fólkið vel að meta.
Langholtsskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk þetta árið. Að venju var gríðarleg stemning í Borgarleikhúsinu á úrslitakvöldinu.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, tilkynntu tillögur um skuldaleiðréttingar í Hörpu síðasta dag nóvembermánaðar.
Veturinn hefur verið harður smáfuglunum en margir hugsa ávallt til þessara fiðruðu vina sinna og færa þeim góðgæti.
Tvö skip, Hvalur 8 og Hvalur 9, stunduðu hvalveiðar á árinu. Vertíðin taldi 105 daga og á þeim tíma veiddust 134 langreyðar. Kvótinn í ár var 154 langreyðar. Sjávarútvegsráðherra hefur heimilað áframhaldandi veiðar. Hér siglir Hvalur 8 inn Hvalfjörðinn með veiði dagsins.
Krakkarnir á jólaballi Landhelgisgæslunnar urðu ekki fyrir vonbrigðum þegar jólasveinarnir heimsóttu ballið. Sveinarnir höfðu nefnilega útvegað sér nútímalegri fararskjóta en börnin hafa áður vanist, því þeir komu á jólaballið í þyrlu. Börnin létu það ekki á sig fá þótt þyrlan feykti snjó í andlit þeirra enda fylgir jólasveinum oftast góðgæti og hamingja.
Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum stóðu í ströngu til að ná fram kjarabótum á árinu og sögðu margir þeirra upp störfum áður en samningar tókust við spítalann.
Ráðist var á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli í Reykjavík í maí. Stefán Logi er nú ákærður í Stokkseyrarmálinu svonefnda.
Dagný Brynjarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir fagna marki Dagnýjar í leik Íslands gegn Hollandi í Evrópukeppninni í knattspyrnu í sumar.
9. nóvember varð lið Gerplu Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna í þriðja sinn en stúlkurnar eru einnig tvöfaldir Evrópumeistarar í greininni.
Gerplustúlkur sem urðu Norðurlandameistarar í hópfimleikum í ár fagna innilega með þjálfurum sínum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hneigði sig djúpt fyrir Margréti II Danadrottningu á Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, efndi til kvöldverðar henni til heiðurs.
Margir komu saman fyrir utan Laugardalshöllina og sýndu samkynhneigðum stuðning er þar fór fram trúarhátíðin Hátíð vonar.
Ævintýrakonan Vilborg Arna Gissurardóttir ákvað í vor að ganga á hæstu tinda allra heimsálfanna sjö á einu ári.