mbl | sjónvarp

Gáfumst of snemma upp

ÍÞRÓTTIR  | 2. maí | 21:50 
Það var mikið gleðiefni fyrir þá Þórsara þegar Júlíus Ágústsson steig sín fyrstu spor á parketið síðan í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í október.

Það var mikið gleðiefni fyrir þá Þórsara þegar Júlíus Ágústsson steig sín fyrstu spor á parketið síðan í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í október.

Kappinn hefur verið í meiðslum en í kvöld kom hann inn á og fékk að spreyta sig. Eitthvað í land að ná sínu besta formi en það gladdi meðal annars undirritaðan að sjá þennan spræka leikmann koma aftur á gólfið. 

Júlíus sagðist auðvitað ánægður að vera kominn til baka en hefði að sjálfsögðu viljað betri leik frá sínum mönnum. Júlíusi fannst lið hans þetta kvöldið gefast upp of snemma í leiknum og tuð í dómurum hjálpaði ekki til. 

Júlíus sagði að Þór þyrfti að sýna töluvert betri framistöðu en í kvöld til að ná sigrum í næstu tveimur leikjum og halda áfram pressu á að ná í úrslitakeppnissætið og auðvitað forða liðinu frá falli. 

Loading