NASA býr til ofurtölvu með Linux stýrikerfi

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst byggja öfluga ofurtölvu sem verður notuð til þess að spá fyrir um veðurfar, gera líkan af flugferðum út í geim og fyrir rannsóknir á lofthjúpi jarðar. Um er að ræða öflugustu ofurtölvu sem búin verður Linux stýrikerfi. Ofurtölvan, eða kerfið, verður búið 500 terabæta geymsluminni. Það jafnast á við geymsluminni á 800 þúsund geisladiskum. Stefnt er að því að ofurtölvan geti framkvæmt flóknar aðgerðir, en til þess þarf hún 10.240 Intel Itanium 2 örgjörva, að sögn BBC.

NASA segir að ofurtölvan eigi að stuðla að betri rannsóknum fyrir geimferðir í kjölfar slyssins þegar Columbia geimskutlan með sjö geimförum innanborðs fórst á leið inn lofthjúp jaðar. Þá verður hægt að nota ofurtölvuna til þess að rannsaka margbreytilegar aðstæður sem geta átt sér stað fyrir og í geimferðum, en hægt verður gera rannsóknir sem ná yfir margar vikur eða mánuði í stað nokkurra daga. Talið er að kerfið kosti sem nemur 11 milljarða ísl. króna, að sögn BBC.

mbl.is
Starfsmaður á sauðburði
Starfsmaður óskast í sauðburð í Húnaþingi vestra, ekki verra að hann hafi einhve...
Heilsuráðgjafi, Einkaþjálfari, Nuddari og fl.
Nudd, Næringaráðgjöf og Einkaþjálfun eftir þinni getu, einnig fyrirbyggjandi þjá...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...
Bátavélar-Bílalyftur-Rafstöðvar
TD Marine bátavélar 37 og 58 hp með gír og mælaborði Rafstöðvar og Bílalyftur H...