Andlit grætt á mann öðru sinni í sögu læknavísindanna

Li Guoxing á blaðamannafundi í heimabæ sínum í dag.
Li Guoxing á blaðamannafundi í heimabæ sínum í dag. AP

Kínverskur bóndi gekkst undir andlitsígræðslu á dögunum eftir að hafa sloppið lifandi frá bjarnarárás. Bóndinn, Li Guoxing, var afar þakklátur læknum á Xijing sjúkrahúsinu í borginni Xian og ánægður með aðgerðina, en þetta er í annað sínn í læknasögunni sem læknar græða andlit á mann.

Tveir læknar fylgdu Li heim til sín í fjallabæ nokkurn í Younnan héraði og munu fylgjast með honum og sinna næstu tvær vikur. Þá fer hann aftur til Xian í frekari aðgerð. Li varð fyrir árás tíbetsks skógarbjarnar fyrir þremur árum, þegar hann reyndi að flæma hann burt með priki. Björninn hafði þá ráðist á kýr bóndans. Sky segir frá þessu.

mbl.is