Brýnt að fjarlægja rusl úr geimnum

Geimflaugar geta skilið eftir sig rusl í geimnum.
Geimflaugar geta skilið eftir sig rusl í geimnum. AFP

Svo mikið rusl er nú á sporbaug um jörðu að af því skapast hætta, m.a. vegna árekstra.

Sérfræðingar segja mjög brýna þörf á að byrja á því að taka til í geimnum. Telja þeir að um 30 þúsund hlutir sem eru lengri en 10 sentímetrar séu nú á sporbaug um jörðu. Sumir eru stórir, svo sem ónýt gervitungl og geimflaugar, en sumir eru smáir, s.s. brot úr flaugum og fleiru sem sent hefur verið út í geim.

En hvers vegna er allt þetta rusl í geimnum? Í flestum tilvikum er um að ræða hluti sem hafa losnað af geimförum og gervitunglum, s.s. eldsneytistankar og rafgeymar. Í einhverjum tilvikum hefur ruslið orðið til við árekstur flauga og gervitungla.

Sjá ítarlega frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert