Sendu ómannað geimfar til tunglsins

Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi í nótt ómannað geimfar til tunglsins. Megintilgangur ferðarinnar er að rannsaka ryk á tunglinu og einnig það litla andrúmsloft sem er á tunglinu.

Allir geimfarar sem lentu á tunglinu á árunum 1969-1972 ræddu um fíngert ryk sem væri á tunglinu. Þeir sögðu að það færi um allt og ylli erfiðleikum fyrir viðkvæman tækjabúnað. Við allar tunglferðir í framtíðinni yrði að taka tillit til ryksins.

Geimfarinu er einnig ætlað að rannsaka andrúmsloft tunglsins. Sarah Noble, sem er einn þeirra vísindamanna sem vinna að verkefninu, segir í samtali við BBC, að margir standi í þeirri trú að það sé ekkert andrúmsloft á tunglinu, en það sé misskilningur. Það sé þunnt, en það sé til staðar lag sem hægt sé að kalla andrúmsloft. Í þessu lagi séu sameindir sem séu miklu færri en í andrúmslofti jarðar og þær hafi litla verkun hver á aðra.

Lunar Atmosphere and Dust Environment Explorer (LADEE) er núna á leið til tunglsins. Hægt er að fylgjast með ferðum þess á heimasíðu NASA.

Geimfarinu var skotið á loft frá Virginíu-ríki í Bandaríkjunum í ...
Geimfarinu var skotið á loft frá Virginíu-ríki í Bandaríkjunum í nótt. Carla Cioffi
mbl.is
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Heilsuráðgjafi, Einkaþjálfari, Nuddari og fl.
Nudd, Næringaráðgjöf og Einkaþjálfun eftir þinni getu, einnig fyrirbyggjandi þjá...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...