Færri smitast af HIV veirunni

Á síðasta ári smituðust 2,3 milljónir manna af HIV veirunni.
Á síðasta ári smituðust 2,3 milljónir manna af HIV veirunni. KEVORK DJANSEZIAN

Mikill árangur hefur náðst í baráttu gegn HIV-smiti og eyðni. Í nýrri skýrslu UNAIDS segir að í ár hafi 1,6 milljónir manna dáið úr eyðni, en árið 2005, þegar sjúkdómurinn var í hámarki, létust 2,3 milljónir úr eyðni.

Í skýrslunni segir að nýsmituðum hafi fækkað um þriðjung frá árinu 2001. Baráttan gegn sjúkdóminum hafi skilað enn meiri árangri hjá börnum. Nýsmituðum börnum hafi fækkað um helming frá 2001. Um 260 þúsund börn smituðust af HIV veirunni í fyrra, en árið 2011 smituðust 330 þúsund börn.

Þennan árangur má ekki síst þakka vorvörnum og betri aðgang fólks að lyfjum. Án lyfjameðferðar getur HIV-smit þróast út í eyðni og leitt sjúklinga til dauða.

Um síðustu áramót fengu um 10 milljónir manna í fátækum ríkjum eins og S-Afríku, Úganda og Indlandi lyfjameðferð, að því er fram kemur í skýrslunni.

Í skýrslunni segir að þó að mikill árangur hafi náðst verði áfram að efla varnir gegn sjúkdóminum. Ekki hafi náðst viðunandi árangur í því að hefta smit hjá sprautufíklum. Ofbeldi gegn ungum stúlkum og konum sé líka mikið vandamál og eigi þátt í að dreifa HIV-smiti.

mbl.is
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...