Snjallforrit gegn einelti

Snjallsíminn iPhone frá Apple.
Snjallsíminn iPhone frá Apple. Reuters

Bandarísk stofnun gegn einelti hefur nú tekið í notkun nýjustu tækni til þess að reyna að vinna bug á neteinelti. Einelti virðist vera að færast í auknum mæli í snjallsímana á hina fjölmörgu samskiptamiðla. Snjallforritið STOPit býr yfir fjórum aðgerðum sem eiga að hjálpa þeim sem verða fyrir einelti. Þeir krakkar sem lenda í því að hreytt er í þau ljótum orðum geta ýtt á takka og þá tekur forritið upp það sem sagt er. Upptakan er síðan send á skólayfirvöld og geta þau þá tekið á málinu. Þá er líka hægt að senda inn nafnlausa tilkynningu til skólayfirvalda þegar nemandi verður vitni að einelti. 

Forritið á líka að gera börnum kleift að tilkynna til lögreglu þegar þau verða fyrir kynferðislegu áreiti á internetinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert