Eldri feður auka líkur á geðröskunum

Með auknum aldri feðra aukast líkur á geðrænum kvillum hjá …
Með auknum aldri feðra aukast líkur á geðrænum kvillum hjá börnum. AFP

Meiri hætta er á að börn glími við geðraskanir og athyglisbrest ef feður þeirra eru gamlir þegar þeir eignast þau. Þetta er niðurstaða nýrrar sænskrar rannsóknar.

Rannsóknin nær til tveggja milljóna Svía og bendir hún til þess að þau börn sem eiga feður sem voru 45 ára eða eldri þegar þeir eignuðust viðkomandi barn séu 25 sinnum líklegri til þess að glíma við geðhvörf (tvískautaröskun - bipolar disorder) en þau börn sem eiga feður á aldrinum 20-24 ára.

Eins eru börnin sem eiga eldri pabba þrettán sinnum líklegri til þess að glíma við athyglisbrest, samkvæmt rannsókninni sem birt er í

<a href="http://archpsyc.jamanetwork.com/journal.aspx" target="_blank">JAMA Psychiatry</a>

og

<a href="http://www.dn.se/nyheter/vetenskap/aldre-pappa-da-okar-risken-for-barnets-halsa/" target="_blank">Dagens Næringsliv.</a>

Hingað til hefur yfirleitt verið rannsakað hvaða áhrif það hefur að konur fresti barneignum en í þessari rannsókn er horft til áhrifa af aldri feðra. „Okkur er brugðið við niðurstöðuna,“ segir Brian D'Onofrio, prófessor við Indiana-háskólann í Bloomington, en hann vann að rannsókninni ásamt vísindamönnum við Karólínska í Stokkhólmi.

Rannsóknin bendir einnig til þess að með eldri feðrum aukist líkur á geðklofa og að börnin reyni að fremja sjálfsvíg. Jafnframt fái þessi börn lægri einkunnir í skóla og að greindarvísitala þeirra sé oft lægri en þeirra sem eiga yngri foreldra.

Einhverfa er 3,5 sinnum líklegri meðal barna sem eiga feður sem eru 45 ára eða eldri en þau börn sem eiga feður yngri en 24 ára.

En það er ekki alslæmt að eiga gamlan pabba því með hækkandi aldri feðra aukast líkur á að þeir séu betur menntaðir og kjör þeirra betri. Eins séu þeir færari um að veita börnum sínum þá aðstoð sem þau þurfa á að halda segir

<span><span> Paul Lichtenstein sem stýri rannsókninni.<br/><br/></span><span>Ástæðan fyrir aukinni hættu samfara hækkandi aldri feðra er samsetning sæðisins en gæði þess versna eftir því sem árin líða. Því eldri sem menn verða því meiri líkur eru á stökkbreytingu í erfðaefninu sem er í sæðinu.</span></span> <span><span><br/></span><span>Í flestum tilvikum er þessi stökkbreyting hættulaus en einhverjar þeirra geta aukið líkur á geðrænum vandamálum. </span></span> <span><span><span><span>Lichtenstein</span></span> segir í viðtali við DN að rannsóknin sýni að karlmenn verði að gera sér grein fyrir því að lífsklukka þeirra tifar ekkert síður en kvenna. Hingað til hafi allar rannsóknir einblínt á aldur kvenna. Það sé kominn tími til þess að karlar séu upplýstir um þá hættu sem fylgir því að verða faðir seint á lífsleiðinni. </span></span>
mbl.is

Bloggað um fréttina