Lágvaxnir lifa lengur

Tom Cruise
Tom Cruise AFP

Lágvaxnir karlar eru líklegri til langlífis en hávaxnir. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem fjallað er um á vef Telegraph í dag. Samkvæmt rannsókninni lifa karlar sem eru undir 153 cm lengst. 

Telegraph segir að ýmsir frægir einstaklingar eigi eftir að fagna niðurstöðunni og nefnir þá Ronnie Corbett, Jamie Cullum og Tom Cruise til sögunnar.

Rannsóknin var unnin við háskólann á Havaí og er það niðurstaða hennar að stærð skipti máli; því stærri sem þú ert því styttri verður ævi þín.

mbl.is