Könguló yfir Suðurskautinu

Gopro-myndavél um borð í SPIDER-sjónaukanum náði þessari glæsilegu mynd af …
Gopro-myndavél um borð í SPIDER-sjónaukanum náði þessari glæsilegu mynd af Suðurskautslandinu úr efri lögum lofthjúpsins. SPIDER/Jón Emil Guðmundsson

Gögnin úr SPIDER-sjónaukanum sem íslenski stjarneðlisfræðingurinn Jón Emil Guðmundsson vinnur við eru nú komin í hús í Puntas Arenas í Síle. Á meðal þess sem teymið sem vinnur við sjónaukann hefur þegar skoðað eru myndir úr Gopro-myndavél sem náði glæsilegum myndum af Suðurskautslandinu.

SPIDER var sendur á loft 1. janúar og sveif hann í sextán dag yfir Suðurskautslandinu þar sem hann rannsakaða verksummerki um óðaþenslu alheimsins. Að því loknu lenti hann á ísnum aftur og nú hefur gögnunum úr honum verið komið í öruggt skjól. Það mun taka að minnsta kosti ár að vinna úr þeim.

Í millitíðinni er hægt að njóta myndanna sem Gopro-myndavélin sem var á SPIDER tók eftir að hann hóf sig á loft með gríðarmiklum helíumloftbelg. Í samtali við mbl.is segir Jón Emil að erfitt sé að segja úr hversu mikilli hæð myndirnar voru teknar þar til allar myndirnar séu komnar í hús. Hann giskar þó á að þær sem voru teknar úr mestri hæð séu úr um 35 kílómetra hæð yfir yfirborði Suðurskautslandsins. Linsan á myndavélinni bjagar sjóndeildarhringinn og ýkja þannig útlínur jarðarinnar þannig að myndirnar virðast mögulega teknar úr enn meiri hæð en þær voru í rauninni.

Mynd sem tekin var rétt eftir að SPIDER hóf sig …
Mynd sem tekin var rétt eftir að SPIDER hóf sig á loft frá McMurdo-stöðinni á Suðurskautslandinu 1. janúar. SPIDER/Jón Emil Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka