Evrópa nær ekki loftslagsmarkmiðunum

Útblásur frá bílum nemur enn um fjórðungi af heildarlosun Evrópusambandslanda …
Útblásur frá bílum nemur enn um fjórðungi af heildarlosun Evrópusambandslanda á gróðurhúsalofttegundum. AFP

Lönd Evrópusambandsins munu að óbreyttu ekki ná markmiðum sínum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2050. Þetta kemur fram í skýrslu umhverfisstofnunar Evrópu. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í og stendur til að ráða í séu ekki nógu metnaðarfullar til að ná settum markmiðum.

Skýrsluhöfundar segja að löndin séu vel á veg komin með að ná markmiðum sem sett hafa verið um að draga úr losum um fimmtung miðað við árið 1990 fyrir árið 2020. Sú stefna sem hafi verið mörkuð fram að þessu dugi hins vegar ekki til þess að ná losuninni niður um 80-95% fyrir miðja öldina sem er langtímamarkmiðið. Slíkur samdráttur er talinn nauðsynlegur til að hægt verði að forða verstu afleiðingum loftslagsbreytingar sem eru að verða af völdum aukins koldíoxíðs í lofthjúpnum.

Um fjórðungur af losun álfunnar komi enn frá samgöngum en til þess að megi draga úr henni um 60% fyrir árið 2050 þarf að grípa til umtalsvert strangari aðgerða að mati skýrsluhöfunda.

Frétt The New York Times um skýrslu umhverfisstofnunar Evrópu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka