Varað við „meiri háttar flóðum“

Marshall-eyjar standa lágt yfir sjávarmáli.
Marshall-eyjar standa lágt yfir sjávarmáli.

Björgunaraðilar eru í viðbragðsstöðu í Majuro, höfuðborg Marshall-eyja, í kjölfar viðvarna um flóðahættu. Marshall-eyjar liggja lágt og hafa því orðið mjög fyrir barðinu á hækkandi sjávarstöðu í kjölfar loftslagsbreytinga. Hefur veðurstofan varað við „meiri háttar flóðum“ í kvöld og fram eftir næstu viku. 

Skurðgröfum hefur verið komið fyrir á ákveðnum svæðum umhverfis Majuro svo að hægt verði að bregðast við flóðunum með hraði. 

Majuro stendur í innan við 1 metra hæð yfir sjávarmáli. Á hverju ári flæðir yfir vegi vegna háflóða sem verða og ber sjórinn með sér sand og rusl á land. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert