FaceTime bjargaði lífi konu

FaceTime gerir fólki kleift að tala saman í mynd.
FaceTime gerir fólki kleift að tala saman í mynd.

Kona í New York segir að samskiptaforritið FaceTime hafi bjargað lífi sínu. Hún var að spjalla við systur sína í gegnum forritið er hún fékk heilablóðfall.

Í frétt BBC um málið segir að Opokua Kwapong hafi verið að spjalla við systur sína, Adumeu Sapong í Manchester. Sapong tók eftir því að systir sín varð skyndilega ekki eins og hún átti að sér að vera. Hún varð m.a. þvoglumælt. Sjálf hafði Kwapong ekki áttað sig á alvarleika ástands síns. 

Hún hafði tekið sér síðdegislúr og eftir hann hafi systir hennar haft samband á FaceTime. „Systir mín horfði á mig og sagði að ég liti ekki eðlilega út,“ segir hún. „Hún sagði einnig að ég væri þvoglumælt en ég trúði henni ekki.“

Sapong segir að systir hennar hafi kvartað yfir því að vera þreytt og átt erfitt með gang. „Ég sagði henni að taka verkjatöflu. Hún reyndi að ná í vatnsglas en gat ekki tekið það upp. Þá sá ég að andlit hennar varð slappt. Ég sagði henni að skella á mig þegar í stað og fara til læknis.“

Þriðja systirin er læknir og sú tók undir með henni og sagði Kwapong að leita sér læknisaðstoðar. Hún fór að þeim ráðum og við rannsóknir kom í ljós að blóðkökkur hafði myndast í höfði hennar. „Það er engin spurning að FaceTime bjargaði lífi mínu. Ef systir mín hefði ekki tekið eftir þessu þá hefði þetta getað farið á annan veg.“

mbl.is
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...