Endurskoða allt regluverk um fjarskipti

5G á að vera í forgrunni nýrrar stefnu í fjarskiptamálum.
5G á að vera í forgrunni nýrrar stefnu í fjarskiptamálum. mbl.is/Ernir

Verulegar ógnir fylgja nútímafjarskiptum og þeim mun fjölga á komandi árum að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell hélt ræðu á fundi um framtíð og stöðu fjarskipta á Grand hóteli í dag.

Sagði Hrafnkell mikilvægt að tryggja öryggi samfélagslegra innviða og væri verið að endurskoða allt regluverk er snýr að fjarskiptum hjá Evrópusambandinu. Í því samhengi benti hann á fyrirliggjandi tilskipanir hjá Alþingi, svo sem um persónuvernd og nethlutleysi. En áætlað er að hið nýja regluverk verði að fullu innleitt hér á landi 2019.

Spurður um hvort regluverkið geti verið í takt við tækniframfarirnar segir hann að „það sem var raunveruleikinn þegar endurskoðun regluverksins hófst 2010 er ekki sá sami raunveruleiki og er 2018. Þetta er lifandi verkefni.“

Innleiðing 5G-tengingar á að vera í forgrunni framtíðarstefnu stjórnvalda að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem einnig hélt framsögu á fundinum í dag. Hann sagði einnig að stefna skuli að því að bæta samskipti milli almennings og hins opinbera í gegnum netþjónustu og öpp, meðal annars í heilbrigðis- og menntakerfinu.

Ráðherrann tilkynnti einnig að hann hygðist efla til framtíðarfundar í þessum mánuði með hagsmunaaðilum á fjarskiptasviði til þess að ræða framtíðarstefnu í málaflokknum.

mbl.is
Folöld til sölu
Folöld undan Aðalsteini frá Íbíshóli til sölu í Húsey í Skagafirði. Aðalsteinn f...
Mjög góð Toy Avensis Station
Til sölu mjög góð Toyota Avensis Station 2003 árgerð, ekin 180þ km. Bensín bíll ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 6947881 xxx...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eftir cirka 4-5 vikur ) annars 3290.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...