Í beina samkeppni við Spotify og Apple

YouTube afhjúpar nýja streymisveitu.
YouTube afhjúpar nýja streymisveitu. AFP

YouTube ætlar, þann 22. maí, að afhjúpa nýja streymisveitu fyrirtækisins sem kemur til með að bjóða notendum upp á hlusta á tónlist og skoða myndbönd. Streymisveitan mun bera nafnið YouTube Music og mun innihalda gríðarlegt magn af lögum, plötum, lagalistum auk aukaefnis líkt og upptökur af tónleikum.

Streymisveitunni er ætlað að vera í beinni samkeppni við Spotify og Apple Music. Til að byrja með mun hún aðeins vera aðgengileg í 5 löndum, Bandaríkjunum, Ástralíu, Mexíkó, Suður-Kóreu og Nýja-Sjálandi. Fyrirtækið áætlar þó að gera þjónustuna aðgengilega í Evrópu bráðlega.

Viðskiptalíkanið verður eins og hjá samkeppnisaðilanum Spotify. Hægt verður að nota þjónustuna án greiðslu sem og að gerast áskrifandi og sleppa þannig við auglýsingar. Verð fyrir mánaðarlega áskrift verður 9,99 dollarar á mánuði sem jafngilda rúmlega eitt þúsund krónum.

„Dagar þess að þurfa skipta á milli YouTube og annarra tónlistarstreymisveita eru liðnir. Hvort sem þú vilt hlusta, horfa eða uppgötva, þá verður allt í boði,“ segir Elias Roman, vörustjóri YouTube Music.

YouTube er nú þegar vinsælasti vettvangur í heimi til þess að hlusta á tónlist ef frá er talið Kína með meira en milljarð heimsókna í hverjum mánuði.

YouTube hefur verið ítrekað legið undir ámæli frá tónlistariðnaðinum fyrir að leyfa notendum að hlaða inn myndböndum óháð því hvort þau brjóti gegn höfundarrétti. Markmið fyrirtækisins er að bæta úr þeim vandamálum og er YouTube Music liður í þeirri nálgun.

mbl.is
Íbúð í 101 Rvk. til leigu gegn vinnu
55 fm íbúð í 101 Reykjavík er til leigu gegn húshjálp og garðvinnu. Gæti hentað ...
Tattoo
...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...