Algengi verkja meðal unglinga eykst

Málefni ungs fólks og andleg vanlíðan hafa verið í brennidepli.
Málefni ungs fólks og andleg vanlíðan hafa verið í brennidepli. mbl.is/thinkstockphotos

Algengi vikulegra verkja hefur aukist meðal ungmenna á aldrinum 11-16 ára hér á landi. Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði, hefur rannsakað algenga verki hjá unglingum í tæp þrjátíu ár en hún hóf að rannsaka efnið árið 1988. Hún segir að algengi verkjanna hafi aukist töluvert í gegnum árin.

„Nýjar rannsóknir sýna að börn eru að koma oftar inn vegna verkja en áður. Ein helsta ástæða komu barna til skólahjúkrunarfræðinga utan hefðbundinna skoðana eru verkir,“ segir Guðrún en hefur hún aðallega miðað við algenga verki á við höfuð-, maga- og bakverki.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Guðrún lífstílstengdir þættir leika stórt hlutverk þegar kemur að verkjum. „Það er margt sem spilar þarna inn í, t.a.m. lífstíll barnanna, hreyfing, mataræði og svefn. Svo sjáum við að þetta hefur keðjuverkandi áhrif, börn sem upplifa slíka verkjaklasa eru líklegri til að líða illa andlega og öfugt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert