Facebook harmar blöðrur og skrautræmur

Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.
Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. AFP

Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist harma það að notendur miðilsins, sem tjáðu sig um jarðskjálftann mannskæða í Indónesíu, hafi séð skilaboð sín skreytt blöðrum og skrautræmum.

Að minnsta kosti 347 eru látnir eftir að jarðskjálft­inn reið yfir eyj­una Lom­bok á sunnu­dag. Margir indónesískir notendur tjáðu sig á Facebook í kjölfar skjálftans, þar sem í mörgum tilfellum orðið „Selamat“ kom fyrir, en það getur bæði þýtt „að lifa af“ eða „til hamingju“, eftir samhenginu hverju sinni.

Kóðinn á bak við Facebook gerði hins vegar engan greinarmun þar á, og með hverjum skilaboðum sem innihéldu orðið fylgdu blöðrur og litríkar skrautræmur.

Í yfirlýsingu til vefmiðilsins Motherboard segir Facebook: „Við hörmum að þetta hafi birst í þessu óheppilega samhengi og höfum síðan þá slökkt á þessum eiginleika á svæðinu.“

Bætir fyrirtækið við að hugur þess sé hjá því fólki sem varð fyrir skjálftanum.

mbl.is
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitu...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...