Langflestir sofa í 6-8 klukkustundir

Langflestir sofa í 6-8 klukkustundir á hverri nóttu.
Langflestir sofa í 6-8 klukkustundir á hverri nóttu. AFP

Nærri 90% landsmanna sögðust sofa að meðaltali 6-8 klukkustundir á nóttu, þar af nær helmingur í 7 klukkustundir. Þetta kom fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 26. júní til 3. júlí 2018.

Alls kváðust rúm 89% svarenda sofa að meðaltali í 6-8 klukkustundir á hverri nóttu en 44% sögðust sofa að meðaltali í 7 klukkustundir, 23% í 6 klukkustundir og 23% í 8 klukkustundir.

Þá sögðust 6% sofa í 5 klukkustundir á nóttu, rúm 2% í 9 klukkustundir, tæp 2% í 0-4 klukkustundir og tæpt 1% í 10 klukkustundir eða meira.

Konur (91%) voru líklegri en karlar (88%) til að segjast sofa að meðaltali 6-8 klukkustundir á hverri nóttu en hlutfall þeirra karla sem áætluðu svefntíma sinn að jafnaði vera 5 klukkustundir eða styttri (10%) var hins vegar hærra en kvenna (5%).

Þegar litið var til aldurs mátti sjá að svarendur 18-29 ára (9%) og 68 ára og eldri (9%) voru líklegri en aðrir til að segjast sofa 5 klukkustundir eða skemur á hverri nóttu en svarendur á aldrinum 50-67 ára voru líklegastir til að segjast sofa 6-8 klukkustundir á nóttu (94%).

Úrtak könnunar voru einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldi var 946 einstaklingar.

Nánar má lesa um niðurstöður könnunar MMR hér.

mbl.is
Dansíþróttafélag leitar að æfingaaðstöðu
Dansíþróttafélag óskar eftir æfingaaðstöðu fyrir iðkendur sína. Veislusalir og ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
Antik.!!! Bílkasettutæki og hátalarar
Til sölu antik Clarion bílkasettutæki, ónotað enn í kassanum. Verð kr 10000.. E...