Hjartalínurit í snjallúrinu

Phil Schiller, starfsmaður Apple, á kynningunni.
Phil Schiller, starfsmaður Apple, á kynningunni. AFP

Bandaríski tæknirisinn Apple afhjúpaði í dag nýja útgáfu af dýrustu iPhone-símunum sínum, auk nýs snjallúrs en notendur þess geta útbúið sitt eigið hjartalínurit.

Símarnir iPhone XS og iPhone XS Max eru uppfærð útgáfa af sömu tegundum sem komu út fyrir ári og verður skjárinn stærri en áður.

Jeff Williams á kynningunni.
Jeff Williams á kynningunni. AFP

„Við ætlum að færa iPhone X upp á annað stig,“ sagði Tim Cook, forstjóri Apple, á blaðamannafundi í Kaliforníu.

Nýja Apple-snjallúrið er af fjórðu kynslóð. Því hefur verið breytt umtalsvert, þar á meðal er það orðið öflugra lækna- og heilsutæki en áður.

„Apple-úrið er orðið snjall verndari heilsunnar,“ sagði Jeff Williams, yfirmaður hjá Apple.

Hann var sérlega ánægður með hjartalínuritið í úrinu. „Þetta er í fyrsta sinn sem viðskiptavinir okkar geta keypt hjartalínurit.“

Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
CASE 580 G Grafa til sölu
Case 580G til sölu á vægu verði 790þús.+vsk ...Ný dekk og mikið endurnýjað af s...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...