Náhvalur í hópi mjaldra

Einmana náhvalur sem hafði farið langt frá heimkynnum sínum á heimskautasvæðum virðist hafa fundið sér nýja fjölskyldu: Hóp mjaldra. Nú syndir hann um með þessum nýju vinum sínum við ósa Saint Lawrence-árinnar í Kanada og virðist líka ágætlega. 

Náhvalurinn er ungur að árum að sögn vísindamanna en á meðfylgjandi myndbandi, sem tekið var úr lofti í sumar, má sjá hópinn á rólegu sundi um hafið. Sjávarlíffræðingur sem rýnt hefur í myndskeiðið segir að draga megi þá ályktun af sundi hvalanna að náhvalurinn hafi verið tekið vel í hópi frænda sinna, mjaldranna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert