Einmana froskur fær loks stefnumót

Eftir margra ára leit hefur dýra- og náttúruverndarsinnum í Bólivíu loksins tekist ætlunarverkið: Að finna maka fyrir Rómeó, síðasta vatnafroskinn af tegundinni Telmatabius yuracare (svo vitað sé). Djúpt í iðrum frumskógarins í Bólivíu fannst Júlía, á bólakafi í einni ánni.

„Ég setti höndina ofan í vatnið og leitaði og náði skyndilega að grípa frosk. Ég sá appelsínugulan maga sem er eitt af megineinkennum Telmatabius yuracare, sem er tegundin hans Rómeó, og ég skoðaði hann betur og öskraði svo af gleði, “ segir Teresa Camacho Badani, forstðumaður skriðdýradeildar Náttúruminjasafns Bólivíu.

Rómeó öðlaðist heimsfrægð í fyrra þegar verndunarsinnar söfnuðu um 25.000 dollurum, eða sem nemur rúmum þremur milljónum króna, sem nýtt var makaleit fyrir Rómeó svo hægt verði að koma í veg fyrir að tegundin deyi út.

Nú er Júlía fundin og binda vísindamenn miklar vonir við að Rómeó og Júlía nái saman. „Ef allt fer vel munu þau fara á sitt fyrsta stefnumót 14. febrúar, á Valentínusardaginn,“ segir Teresa og eftirvæntingin leynir sér ekki, líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.

Froskurinn Júlía er af fágætri tegund vatnafroska. Vísindamenn við Náttúruminjasafn …
Froskurinn Júlía er af fágætri tegund vatnafroska. Vísindamenn við Náttúruminjasafn Bólivíu munu para hana saman við froskinn Rómeó af sömu tegund á Valentínusardag í þeirri von að þeim takist að viðhalda tegundinni. AFP
Vatnafroskurinn Júlía.
Vatnafroskurinn Júlía. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert