Rætt um framtíðina á UT-messu

Frá UT-messunni.
Frá UT-messunni. mbl.is/Eggert

Fyrri ráðstefnudagur UT-messunnar hefst í dag, en opnunarerindi flytur uppfinningakonan Lisa SeaCat DeLuca. Hún starfar hjá IBM og hefur fengið skráð yfir 400 einkaleyfi. Í erindi sínu mun hún meðal annars ræða um framtíðina með augum uppfinningamannsins og hvernig hún sjái fram á að gervigreind muni leysa dagleg vandamál.

UT-messan fer fram í Hörpunni í dag og á morgun.

Erindi Lisu hefst klukkan 9:15, en dagskrá dagsins má nálgast hér.

mbl.is