Spotify lá niðri

Daniel Ek, stofnandi og framkvæmdastjóri Spotify.
Daniel Ek, stofnandi og framkvæmdastjóri Spotify. AFP

Tónlistarveitan Spotify lá niðri í skamma stund eins og kemur fram í tísti þeirra sem birtist nú fyrir stuttu. Ekki kemur fram hver bilunin var en hún virðist hafa verið alþjóðleg. Bilunin fólst í því að ekki var hægt að fletta upp og spila neitt sem ekki hafði nú þegar verið halað niður í síma eða tölvu notandans. 

Blaðamaður reyndi að spila tónlist sem fyrir var búið að hala niður og virkaði það sem skyldi, en þegar hann fletti upp nýrri tónlist sem ekki hafði verið halað niður þá virtist netþjónninn liggja niðri. Allt virkar þó núna hnökralaust. 

Síminn er einn aðalsamstarfsaðila Spotify á Íslandi en er þó í engu forsvari fyrir fyrirtækið. Samskiptastjóri Símans, Guðmundur Jóhannsson, útskýrði það fyrir blaðamanni mbl.is að enginn á Íslandi sé í forsvari fyrir Spotify á Íslandi. Allri þjónustu fyrirtæksins við Ísland er stýrt frá Svíþjóð, þaðan sem fyrirtækið er upprunið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert