Vara við alvarlegum veikleikum

Sjaldan hafa jafn margir alvarlegir veikleikar komið fram samtímis í …
Sjaldan hafa jafn margir alvarlegir veikleikar komið fram samtímis í algengum kerfum. AFP

Netöryggissveitin CERT-IS varar við alvarlegum veikleikum í algengum og mikilvægum kerfum og bendir á að sjaldan hafi jafn margir alvarlegir veikleikar komið fram samtímis. 

Veikleikar hafa til að mynda fundist í vinsæla póstþjóninum Microsoft Exchange.

Alvarlega veikleika er auðvelt að misnota og þeir gefa árásaraðila ótakmörkuð réttindi yfir því kerfi sem ráðist er á.

Á vefsíðu CERT-IS er að finna frekari lista yfir hugbúnað og kerfi sem eru með mjög alvarlega veikleika og biður netöryggissveitin rekstraraðila og kerfisstjóra að grípa strax til viðeigandi ráðstafana.

Nánari upplýsingar um helstu veikleika og ráðstafanir sem hægt er að grípa til er að finna á vef CERT-IS.

mbl.is