Vélhundar láta af störfum

Digidogs, kallast þessi fyrirbæri upp á ensku.
Digidogs, kallast þessi fyrirbæri upp á ensku. Ljósmynd/Boston Dynamics

Lögreglan í New York í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hætta að nota svokallaða vélhunda, rafknúnar hjálparhellur í líki hunds sem urðu meðal annars kveikan að einum þætti Netflix-seríunnar Black Mirror.

Lögreglan hefur sagt upp samningi sínum við framleiðendur hundanna, Boston Dynamics, eftir að hafa mætt miklu mótlæti vegna þeirra. Gagnrýnendur sögðu tilkomu hundanna til marks um hervæðingu bandarísku lögreglunnar.

Þeirra á meðal er Alexandria Ocasio_Cortez, þingmaður demókrata, sem hefur lýst hundunum sem eftirlitsdrónum á jörðu niðri.

John Miller, sem fer fyrir vörnum gegn hryðjuverkum hjá lögreglunni í New York, segir að hundunum verði öllum skilað þar sem þeir hefðu orðið að átyllu fyrir fólk sem vill gagnrýna lögregluna.

mbl.is