Rannsakar næringarástand

Rannsóknin verður m.a. gerð meðal íbúa á Hlíð. Hluti þeirra …
Rannsóknin verður m.a. gerð meðal íbúa á Hlíð. Hluti þeirra tók þátt í alþjóðlegri þrekhjólakeppni hjúkrunarheimila nýverið og náði 2. sæti.

Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, klínískur næringarfræðingur og sérfræðingur hjá Heilsuvernd, er að hefja rannsókn á næringarástandi íbúa á hjúkrunarheimilum á Akureyri. Vísindasiðanefnd hefur samþykkt gerð rannsóknarinnar sem er sú fyrsta af þessu tagi hér á landi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Rannsóknin nær til allra íbúa á dvalarheimilunum Hlíð og Lögmannshlíð á Akureyri. Berglind gerir ráð fyrir að um 4 mánuði taki að gera rannsóknina og að niðurstöður geti legið fyrir í febrúar. Þær verða nýttar í gæðavinnu varðandi næringu aldraðra.

„Næringarástand íbúa á hjúkrunarheimilum hér á landi hefur aldrei verið rannsakað áður. Slíkar rannsóknir hafa verið gerðar víða erlendis og í ljós komið að 40 og upp í 60% íbúanna eru oft vannærð eða í aukinni hættu á að verða vannærð,“ segir Berglind.

Næringarfræðingar hafa ekki verið að störfum inni á dvalar- og hjúkrunarheimilum hér á landi, en víða erlendis eru þeir ein af fagstéttum sem starfa innan þess geira.

Berglind ætlar að skima alla íbúa, 187 íbúa heimilanna fyrir áhættunni á að verða vannærðir eða hvort þeir búi við vannæringu þegar. Gerir hún ráð fyrir að ljúka þeirri vinnu fyrir áramót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert