Lamaður maður gengur á nýjan leik

Hollenskur maður á fimmtugsaldri, sem lamaðist fyrir neðan mitti í hjólreiðaslysi fyrir rúmum áratug, getur nú gengið á ný.

Fékk maðurinn tvær ígræðslur við mænu, sem brúa bilið á milli heilans og fótanna og leyfa honum að stjórna fótum sínum aftur með hugsunum sínum einum.

Hollendingurinn Gert-Jan lamaðist fyrir neðan mitti í hjólreiðaslysi fyrir rúmum …
Hollendingurinn Gert-Jan lamaðist fyrir neðan mitti í hjólreiðaslysi fyrir rúmum áratug, getur nú gengið á ný. AFP

Byggist tæknin á rúmlega tíu ára vinnu vísindamanna í Frakklandi og Sviss og notar hún algrím sem byggist á gervigreind til að lesa úr heilastarfsemi á rauntíma.

Þeir segja þó enn mikla vinnu fram undan áður en tæknin verður almenn.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert