Líklegt að Icesave verði sett á ís

„Við hittum þrjár nefndir. Í fyrsta lagi Íslandsvinahópinn svonefnda á breska þinginu. Við hittum þá á mánudeginum. Á þeim fundi kom fram almennur stuðningur við okkar sjónarmið og skilningur á okkar málstað,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um fyrsta fund utanríkismálanefndar með fulltrúum breska þingsins um Icesave-deiluna fyrr í vikunni.

„Síðan á þriðjudeginum áttum við fund með nokkrum fulltrúum úr fjárlaganefndinni. Þar kom í ljós að þeir voru ágætlega upplýstir um málið en kannski ekki stöðu viðræðnanna.

Maður fékk það á tilfinninguna að það væri talsverð fjarlægð frá viðræðunum yfir í þessa þingnefnd þótt hún hefði áhuga á að vera vel upplýst. Þar var skipst á skoðunum og þeir lýstu því sjónarmiði að þeir teldu ólíklegt að eitthvað myndi gerast fyrr en eftir kosningar.

Að því loknu hittum við nokkra fulltrúa úr utanríkismálanefndinni síðar um daginn og þar var þeirri skoðun lýst, líkt og á báðum fyrri fundunum, að mönnum þætti ólíklegt að eitthvað myndi leysast fyrr en eftir kosningar, það er að segja að það myndi komast skriður á viðræður fyrr en eftir kosningar.“

Sjá nánar um Icesave-deiluna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »