52% ætla að samþykkja Icesave

Icesave.
Icesave. Morgunblaðið/Ómar

Um 52% landsmanna ætla að samþykkja lögin um Icesave ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í dag. Um 48% aðspurðra segist ætla að hafna lögunum. Þetta er niðurstaða könnunar MMR sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og fram kemur á vef blaðsins í kvöld. Vikmörkin eru sögð 3,8% þannig að mjótt er á mununum.

Spurt var einnig um afstöðu fólks til aðildar að Evrópusambandinu. Sýnir könnunin að þeir sem eru frekar eða mjög fylgjandi aðild Íslands að ESB vilja samþykkja Icesave. Könnunin var unnin fyrir Viðskiptablaðið dagana 8. til 11. mars sl. Um 900 manns svöruðu.

Nokkur munur reyndist vera á milli kynja en verulegur eftir búsetu. Þannig sögðust tæp 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu ætla að samþykkja lögin en aðeins 43% þeirra sem búa á landsbyggðinni ætla að gera slíkt hið sama

mbl.is

Bloggað um fréttina