Bleikjan krullast bara á pönnunni!

Það er fátt eins gott og rétt eldaður silungur
Það er fátt eins gott og rétt eldaður silungur

Það hafa eflaust margir gætt sér á nýveiddum silungi í sumar og sumir meira að segja átt þeirri ánægju að fagna að borða silunginn samdægurs.

Silungur verður ekki miklu ferskari en það, veiddur að morgni og snæddur að kveldi. En það er þó eitt sem mér gremst alltaf þegar ég elda nýveiddan silung. Þegar ég legg hann á heita pönnuna, hvort heldur í smjör eða ólífuolíu, krullast silungurinn alltaf upp og flakið verður bara eins og U á diskinum. Heldur óspennandi á diski verð ég að segja. Fyrir nokkrum árum var ég að elda í veiðihúsi fyrir félagana og þegar ég lagði nýveiddan og krullaðan silunginn á borðið spurði einn mig hvort ég hefði látið hann standa og „ryðja sig“.  Á þeim tíma vissi ég bara ekki hvað það var svo ég neitaði því. Þá fékk ég að heyra þetta heilræði sem ég vil endilega deila með ykkur matgæðingum og veiðimönnum. Þegar silungurinn er nýveiddur á auðvitað að gera að honum sem fyrst og setja hann svo inn í kæli yfir nótt, það á að vera nóg. Þegar hann er eldaður eftir þetta ferli, sem ég hef heyrt nefnt „að ryðja sig“, liggur flakið alveg flatt við eldun, lítur betur út á diski og ég er ekki frá því að það sé meira bragð af honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira