Selós og Þverá til Sporðabliks

Frá Selós í Svínadal.
Frá Selós í Svínadal. svfa.is

Sporðablik ehf. mun frá og með sumrinu 2018 leigja veiðirétt í Selós og Þverá í Svínadal í Borgarfirði sem er hluti af vatnakerfi Laxár í Leirársveit.

Sporðablik hefur um margra ára skeið leigt út Laxá í Leirársveit sem rennur úr vötnum í Svínadal, en á milli vatnanna renna tvær litlar ár. Sú neðri, sem er á milli Eyrarvatns og Þórisstaðavatns, heitir Selós en sú efri sem er á milli Geitabergsvatns og Þórisstaðavatns heitir Þverá. Veitt er á eina stöng í hvorri á.

Í tilkynningu frá hinum nýju leigutökum kemur fram að þetta veiðisvæði hafi síðustu áratugi eingöngu verið nýtt af lokuðum veiðiklúbbum en er nú að fara á veiðileyfamarkaðinn í fyrsta sinn.

Seldir verða veiðipakkar í árnar þar sem 6 veiðidagar eru í hverjum pakka sem eru með um 15 daga millibili. Á hverjum veiðidegi veiðir viðkomandi veiðimaður hálfan dag í Selósi og hálfan dag í Þverá. Aðeins er veitt á flugu.

Veiðileyfunum fylgja að auki tvær stangir í vötnunum í Svínadal, nánar tiltekið að norðanverðu Eyrarvatni, Þórisstaðavatni og Geitabergsvatni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert