Í meðallagi í Stóru-Laxá

Frá Bergsnös á svæði I og II í Stóru-Laxá.
Frá Bergsnös á svæði I og II í Stóru-Laxá. Lax-á

Að sögn Estherar Guðjónsdóttur, bónda að Sólheimum og formanns Veiðifélags Stóru-Laxár í Hreppum, er búið að vera frekar dauf veiði í ánni að undanförnu, en heildarveiðin þó nálægt meðalveiði.

Sagði Esther að það væru komnir á land um 265 á svæði 1 og 2. Frekar rólegt hefur verið á svæði 3 og þar er búið að skrá 22 laxa en svæðið hefur líka ekki verið mikið stundað það sem af er sumri. Á efsta svæðinu, svæði 4, er búið að færa til bókar 62 laxa.

Alls væru því 349 laxar komnir á land sem væri nokkuð gott og nánast sama tala og á sama tíma í fyrra þegar að um 350 laxar voru komnir á land. Almennt væri búið að vera góð veiði i sumar, en væri þó frekar dauf í augnablikinu og kvaðst Esther vonast til að ástandið myndi  lagast í kjölfarið á rigningum næstu daga.

Stóra-Laxá er þekkt síðsumarsá sem gefur oft mikla veiði síðsumars, einkum á neðstu svæðunum. Heildarveiðin sumarið 2017 var 589 laxar. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert