Setti í fyrsta lax tímabilsins

Stefán Sigurðsson með fyrsta lax tímabilsins í Þjórsá.
Stefán Sigurðsson með fyrsta lax tímabilsins í Þjórsá. mbl.is/Eggert Skúlason

Laxveiðitímabilið hófst formlega í dag þegar Urriðafoss-svæðið í Þjórsá var opnað. Það var Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir sem byrjuðu að veiða. Þau ákváðu að veiða á flugu til að byrja með. Harpa missti fyrstu tvo laxanna. „Ég var svo nálægt í að landa fyrsta laxinum, en ég misstan,“ segir hún.

Eiginmaður hennar, Stefán, setti svo í fyrsta laxinn á maðk og landaði fallegum tveggja ára lax á veiðistað sem heitir Hulda, og er einn af gjöfulustu veiðistöðum við Urriðafoss. Þar er mikið af fiski og aðstæður góðar því Þjórsá er vatnslítil og búast má við að allir veiðimenn taki góðan afla í dag.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is