Ný Sporðakastasería - myndskeið

Tökur standa nú yfir á nýrri Sporðakastaseríu. Hún er með talsvert öðru sniði en fyrri seríur. Í öllum þáttunum er fylgst með erlendum veiðimönnum og sögð saga þeirra. Hér getur að líta myndskeið úr upptökum á fyrstu tveimur þáttunum. Í fyrri hluta myndskeiðsins fylgjum við breska veiðigoðinu Charles Jardine og syni hans Alex við bleikjuveiðar á Möðrudal. Síðari hlutinn sýnir hinn geðþekka breska leikara Robson Green við veiðar á Íslandi. Þetta eru fyrstu myndskeiðin sem birtast opinberlega úr þessari þáttagerð. Það er að koma helgi og þetta ætti að koma einhverjum í veiðigírinn. Fleiri myndbrot munu birtast síðar í sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Sogið Kristinn Örn 14. júlí 14.7.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.

Skoða meira