Kóngurinn fékk tuttugu pundara

Björn K. Rúnarsson prýðir forsíðu Sportveiðiblaðsins.
Björn K. Rúnarsson prýðir forsíðu Sportveiðiblaðsins. Ljósmynd/ES

Í nýútkomnu Sportveiðiblaði segir Björn K. Rúnarsson, leigutaki og leiðsögumaður í Vatnsdalsá frá draumavaktinni sem hann átti með Haraldi Noregskonungi á sínum tíma. Haraldi var boðið í veiði í Vatnsdalnum og það kom í hlut Björns að vera leiðsögumaðurinn hans. Kóngurinn kom aðeins á eftir öðrum gestum og var Hnausastrengur geymdur fyrir hann. Fyrsta spurning Bjössa til kóngsins var; „Hvernig á ég að ávarpa þig?“ Hann svaraði að bragði. Þegar við erum komnir í vöðlur þá erum við jafningar.

Í Hnausastreng byrjaði svo túrinn í fylgd norskra hermanna og víkingasveitarinnar íslensku. Fljótlega setti Haraldur í vænan lax og landaði eftir mikinn bardaga. Var hann rétt rúmlega hundrað sentímetra langur.

Þegar þeir keyrðu burt frá veiðistaðnum til að fara í hús sjá þeir hvar fálki steypir sér á rjúpu og rífur hana svo í sig í framhaldinu. Eftir að hafa fylgst með þessu í drjúga stund leit Noregskonungur á Bjössa og spurði; „Hvað ætlarðu svo að sýna mér á morgun?“ Báðir sprungu úr hlátri, enda þvílík vakt að baki að hún yrði aldrei toppuð.

Sportveiðiblaðið er að vanda efnismikið og er þar fjallað um veiði á Íslandi og í öðrum heimsálfum. Náttúrubarnið síkáta Jógvan Hansen er í viðtali og rætt er við nokkra af frammámönnum í stangaveiði á Íslandi. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira