Elliðaárnar opna og stórlaxaopnun í Langá

Jógvan Hansen með laxinn stóra við Glanna í morgun skömmu …
Jógvan Hansen með laxinn stóra við Glanna í morgun skömmu áður en honum var sleppt. svfr

Stangveiðifélag Reykjavíkur er 80 ára gamalt á árinu og þegar Elliðaárnar opna á morgun verður um leið afmælishátíð. Þá opnaði Langá á Mýrum í morgun með stórlaxi.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að opnunin í ár sé sú 80. í sögu félagsins en félagið heldur einmitt uppá 80 ára afmælið sitt í ár. Það voru frumkvöðlar og framsýnir félagar sem stofnuðu félagið þann 17. maí árið 1939. Þeir höfðu áhyggjur af framtíð laxveiði í Elliðaánum og vildu efla stangaveiðiíþróttina á Íslandi.

Verður því um leið afmælishátíð og hátíðaropnun Elliðaánna í fyrramálið 20. júní í tilefni af 80 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Heiðurinn af opnun ánna er í höndum Reykvíkings ársins 2019 og kemur það í ljós í fyrramálið hver varð fyrir valinu í ár.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs munu einnig í framhaldi renna fyrir lax. Vitað er að laxinn er þegar genginn í árnar og má reikna menn með líflegri stemningu við árbakkann í fyrramálið. Fyrsti laxinn úr Elliðaánum er sennilega sá lax sem mest er myndaður á landinu á hverju ári.

Þá opnaði Langá Mýrumi fyrir veiði í morgun en Stangveiðifélag Reykjavíkur er þar jafnframt leigutaki. Margir fiskar eru gengnir í ána og hafa þeir sést á víð og dreif og um síðustu helgi voru þegar gengnir 15 fiskar upp á fjall úr Sveðjufossi og þannig ljóst að fiskur hefur dreift sér víða. Á sama tíma í fyrra var enginn fiskur kominn upp á fjall. 

Samkvæmt veiðimiðlinum Vötnogveiði þá er Langá orðin ferlega ræfilsleg eftir langvarandi þurrka og þrátt fyrir vatnsmiðlun upp við Langavatn. Haft er eftir veiðimönnum við ána að sett hafi verið í sex laxa á fyrstu vaktinni, en aðeins tveir þeirra náðust á land, annar í Holunni sem er mjög neðarlega í ánni en hinn úr Glanna sem er nokkuð miðsvæðis.

Laxinn úr Glanna var sérlega glæsileg 90 cm hrygna sem Jógvan Hansen fékk á Rauða francis túpu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.
101 cm Miðfjarðará Erik Koberling 18. september 18.9.
104 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 18. september 18.9.
101 cm Víðidalsá Hörður Sigmarsson 15. september 15.9.
100 cm Miðfjarðará Páll Guðmundsson 15. september 15.9.
108 cm Vatnsdalsá Ingólfur Davíð Sigurðsson 10. september 10.9.

Skoða meira