Stórlax vígir teljarann í Langadalsá

Teljarinn við Langadalsá við Ísafjarðardjúp.
Teljarinn við Langadalsá við Ísafjarðardjúp. Kristín Margrét

Á undanförnum vikum hefur verið unnið hörðum höndum að því að byggja stæði fyrir teljara neðst í gljúfrunum í Langadalsá við Ísafjarðardjúp. Lauk því verki fyrir nokkrum dögum og synti fyrsti laxinn þar í gegn í nótt.

Teljarinn er nútímalegur með myndavél og lengdarmæli og er nú orðinn virkur. Lét fyrsti laxinn sýna sig í teljaranum síðastliðna nótt og var það tröllslegur 103 cm hængur sem gekk í gegn klukkan 03:56. Hægt er að sjá myndskeið af stórlaxinum hér.

Það er íslenska fyrirtækið Vaki sem framleiðir þennan teljara í Langdalsánni en þeir kallast Riverwatcher og hafa verið setti niður víða um heim. Hægt er að fylgjast með laxagöngum inn á RiverWatcher þar sem myndskeið eru tekin af hverjum laxi sem gengur í gegnum þessa teljara.

Veiði hefst í Langadalsá næstkomandi mánudag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert