Færa veiðidaga til sumarsins 2021

Breskir veiðimenn við Breiðdalsá. Mikil óvissa ríkir hvarvetna um möguleika …
Breskir veiðimenn við Breiðdalsá. Mikil óvissa ríkir hvarvetna um möguleika ferðamanna til að veiða í öðrum löndum. Ferðatakmarkanir vegna Covid-19 eru enn miklar og óvíst hvenær þær breytast og með hvaða hætti. Ljósmynd/ES

Mikil óvissa ríkir í hinum alþjóðlega veiðiheimi. Snýr þessi óvissa fyrst og fremst að ferðatakmörkunum fyrir erlenda veiðimenn sem ætla að ferðast milli landa til að veiða. Nú hefur stjórn landeigenda við laxveiðiána Gaula í Noregi sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að ef ekki verður unnt að ferðast til Noregs í sumar muni dagarnir sem erlendir veiðimenn voru búnir að festa sér og greiða, færast yfir á sumarið 2021.

Landeigendur segja að ekki sé endanlega útséð um að þetta sumar glatist. Það eigi eftir að koma í ljós. Hins vegar eru svo mörg spurningarmerki í málinu að þeir vildu tilkynna þetta þegar í stað. Víða eru landamæri enn lokuð og mikil óvissa með hvernig verður um flug í sumar og hvaða reglur verða settar í hverju landi um ferðamenn.

Landeigendur við Gaula stefna að því að selja stangir til Norðmanna fari svo að erlendir veiðimenn komist ekki. Viðbúið er að þessi Gaula-yfirlýsing setji fordæmi sem aðrar stórar laxveiðiár í Noregi muni taka upp.

Skoskir landeigendur hafa þegar tilkynnt um svipaðar aðgerðir þannig að veiðidagar erlendra veiðimanna færist yfir á sumarið 2021.

Rússland lokað

Í Rússlandi er búið að taka þá ákvörðun að fresta laxveiðinni í sumar og eina áin sem mögulega verður veidd er Ponoi og þá ekki fyrr en í september.

Fullkomin óvissa ríkir um stöðu mála hér á landi en landeigendur og veiðileyfasalar fylgjast grannt með. Norsku árnar opna nokkru fyrr en flestar ár á Íslandi.

Eins og staðan er í dag er afar ólíklegt að veiðimenn leggi á sig fjórtán daga sóttkví til að geta veitt í þrjá daga á Íslandi og sæta svo mögulega aftur sóttkví þegar heim væri komið.

Talað er um að toppnum sé náð á faraldrinum hér á landi og að tilslakanir verði kynntar eftir 4. maí. En þá er tæpur mánuður í að laxveiðitímabilið hefjist á Íslandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert