Mývatnssveitin opnaði í morgun

Árni Friðleifsson hampar 65 sentimetra urriða sem tók í brúarholunni …
Árni Friðleifsson hampar 65 sentimetra urriða sem tók í brúarholunni við Geldingaey. Hér er gleðin við völd. Ljósmynd/Aðsend

Veiði hófst í Laxá í Mývatnssveit í morgun. Það voru spenntir veiðimenn sem fóru út klukkan átta. Árni Friðleifsson lögregluþjónn og veiðimaður átti veiðisvæðið Geldingaey ásamt félaga sínum Jóhanni Jóni Ísleifssyni. Þeir byrjuðu við brúna yfir í Geldingaey og settu þar strax í fyrstu fiskana. Þeir lönduðu fimm góðum urriðum á frekar skömmum tíma.

Árni var kampakátur þegar Sporðaköst heyrðu í honum á vaktinni. „Það eru frábær skilyrði. Hlýtt og smá vindur. Við höfum ekki orðið varir við flugu enn. Það er mikill snjór í fjöllum og gróður er varla farinn að taka við sér,“ Árni var nýbúinn að landa 65 sentimetra urriða sem tók í holunni við brúna. Hann tók púpuna Beyki, sem hönnuð var af Gylfa Kristjánssyni fluguhnýtara og hönnuði. Flestir tóku fiskarnir púpur en einn kom þó á Sunray. Það leiddist Árna ekki.

Það eru átök að landa urriða af þessari stærðargráðu.
Það eru átök að landa urriða af þessari stærðargráðu. Ljósmynd/Aðsend

„Það er alveg áberandi hvað fiskurinn er vel haldinn. Mjög flottur og þykkur, þetta var fyrsti fiskurinn í morgun og hann var svaðalega flottur.“

Opnunin í Mývatnssveit er sjö vaktir og ljúka þeir veiðum á hádegi á mánudag. Árni hafði ekki heyrt af félögum sínum á öðrum svæðum en við fáum fréttir af þeim síðar í dag.

Stefndi í hörku vakt hjá þeim Árna og Jóhanni. Áttu eftir að veiða Vikin og ætluðu að enda í Brunnhellishrófinu. 

Uppfært:

Veisla í veðri og veiði

Eftir fyrri vaktina báru menn saman bækur sínar og auðvitað voru aflabrögð misjöfn. Mikil veisla var á Geirastöðum, en þeir sem veiddu þar lönduðu 25 urriðum. Árni Friðleifsson og Jóhann félagi hans lönduðu 10 í Geldingaey og stöngin á móti þeim fimmtán. Frábær veiði á fyrstu vakt á þeim svæðum sem Sporðaköst hafa heyrt frá. Veðrið hefur leikið við veiðimenn sem opna Mývatnssveitina.Hiti í lofti og aðeins vindur. Allt eins og best verður á kosið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert