Annað tröll af Norðvesturlandi

Pétur Pálsson með hrygnuna stóru. Hún mældist 101 sentimetri.
Pétur Pálsson með hrygnuna stóru. Hún mældist 101 sentimetri. Ljósmynd/Aðsend

Lax sem mældist 101 sentimetri veiddist í Blöndu í morgun. Þetta var nýrunninn fiskur og kröftugur eftir því. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem 101 sentimetra fiskur veiðist í Húnavatnssýslum, en 101 sentimetra hæng var landað í gær í Víðidalsá.

Pétur Pálsson veiddi laxinn og það sem vekur sérstaka athygli er að um hrygnu er að ræða. Það er algengara að hængar rjúfi 100 sentimetra múrinn. 

Fiskurinn veiddist á Breiðu að sunnan. Samtals eru komnir 46 laxar úr Blöndu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira