Annað tröll af Norðvesturlandi

Pétur Pálsson með hrygnuna stóru. Hún mældist 101 sentimetri.
Pétur Pálsson með hrygnuna stóru. Hún mældist 101 sentimetri. Ljósmynd/Aðsend

Lax sem mældist 101 sentimetri veiddist í Blöndu í morgun. Þetta var nýrunninn fiskur og kröftugur eftir því. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem 101 sentimetra fiskur veiðist í Húnavatnssýslum, en 101 sentimetra hæng var landað í gær í Víðidalsá.

Pétur Pálsson veiddi laxinn og það sem vekur sérstaka athygli er að um hrygnu er að ræða. Það er algengara að hængar rjúfi 100 sentimetra múrinn. 

Fiskurinn veiddist á Breiðu að sunnan. Samtals eru komnir 46 laxar úr Blöndu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert