Nýir leigutakar með Gljúfurá

Gljúfurá í Húnaþingi er á milli Víðidalsár og Vatnsdalsár. Nýir …
Gljúfurá í Húnaþingi er á milli Víðidalsár og Vatnsdalsár. Nýir leigutakar hafa tekið ána á leigu. Ljósmynd/Aðsend

Veiðifélag Gljúfurár í Húnaþingi hefur gengið frá samningi við Hólabaksbúið ehf. um nýtingu veiðiréttar og aðstöðu við ána til næstu fimm ára. Að Hólabaksbúinu ehf. standa hjónin Ingvar Björnsson og Elín Aradóttir, en þau eru búsett á jörðinni Hólabaki sem liggur að Gljúfurá. 

Gljúfurá er dragá mitt á milli Víðidals og Vatnsdals í Húnaþingi, í um 220 km. fjarlægð frá Reykjavík. Gljúfurá fellur í vatnið Hóp og þaðan til sjávar. Veiðisvæðið er fjölbreytt og býður upp á laxveiði, ásamt bleikju- og sjóbirtingsveiði með mismunandi áherslum eftir tíma sumarsins.

Hjónin að Hólabaki, Elín Aradóttir og Ingvar Björnsson. Þau stefna …
Hjónin að Hólabaki, Elín Aradóttir og Ingvar Björnsson. Þau stefna að því að auka fiskrækt í ánni. ljósmynd/Jón Sigurðsson

Í fréttatilkynningu frá Ingvari og Elínu, segir meðal annars;

„Veiðileyfi fela í sér tvær stangir í ána, þar sem eingöngu má veiða á flugu. Öllum laxi sem veiðist skal sleppa, en hirða má silung samkvæmt ákveðnum reglum. Einnig fylgja leyfinu tvær stangir í veiði frá bakka í Hópinu, en þar má veiða með öllu löglegu agni. Það er því hægt að hafa fjórar stangir úti í einu. Síðsumars er talsvert að sjóbirtingi í Hópinu, auk bleikju sem veiðist allt sumarið. Afnot af veiðihúsinu Gljúfurholti fylgja með veiðileyfum. Húsið er vel búið, rúmgott og með heitum potti.“

Að sögn Elínar og Ingvars er áformað að efla fiskrækt í ánni, sem og upplýsingaöflun um fiskgengd. „Sem landeigendur og félagar í veiðifélaginu, viljum við að hlúð sé að ánni og þeim tækifærum sem í nýtingu hennar felast. Það var í okkar huga einboðið að heimamenn tækju að sér umsjón með ánni, þegar samningur við fyrri leigutaka rann út,“ bæta þau við. Það má því segja að nú verði veiðileyfi í boði beint frá býli.

Leigutakar hyggjast einnig bjóða veiðihúsið til leigu utan hefðbundins stangveiðitíma, s.s. fyrir gæsaveiðimenn og/eða aðra þá sem vilja njóta friðsældar og náttúrufegurðar í hjarta Húnaþings. Allar upplýsingar um veiðitilhögun og laus holl sumarið 2021 má finna á heimasíðunni www.gljufura.is.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert