„Var bara á færi harðjaxla“

Jón Sigurðarson með fallegan birting úr Eyjafjarðará. Þar hefur verið …
Jón Sigurðarson með fallegan birting úr Eyjafjarðará. Þar hefur verið hvasst og ekki allir sem treysta sér í slíka veiði. Ljósmynd/Aðsend

„Það er búið að vera hvasst í firðinum fagra þessa fyrstu daga aprílmánaðar þannig að skilyrði til veiða hafa verið frekar erfið. Heimskautaloftið sem nú er að hellast yfir okkur, samkvæmt Veðurstofunni, bætir ekki skilyrðin,“ sagði Jón Gunnar Benjamínsson, stjórnarmaður í Veiðifélagi Eyjafjarðarár, í samtali við Sporðaköst. Umræðuefnið var hvernig vorveiðin hefði byrjað. Jón Gunnar hélt áfram.

„Þetta var bara á færi harðjaxla að takast á við þessar aðstæður, en þeir sem þráuðust við settu í fiska. Það sem er skemmtilegt við þá veiði sem við höfum þegar séð er að fiskurinn er vel haldinn. Þykkur og flottur og við höfum ekki verið að sjá slápa.“

Stefán Hrafnsson með spikfeitan birting. Þetta er vel haldinn sjóbirtingur.
Stefán Hrafnsson með spikfeitan birting. Þetta er vel haldinn sjóbirtingur. Ljósmynd/Aðsend

Vorveiðin í Eyjafjarðará hefst 1. apríl og eins og gefur að skilja er veður ein stærsta breytan hvað viðkemur möguleikum veiðimanna. Á þessum fyrsta hluta veiðitímans eru menn fyrst og fremst að leita að sjóbirtingi og nokkrir þráuðust við eins og Jón Gunnar sagði og þeir voru að setja í hann. Fram undan eru frostdagar og víða mun frjósa í lykkjum veiðimanna, en vorið er í Leifsstöð og bara spurning hvenær hlýnar aðeins aftur svo menn geti athafnað sig. Engu að síður var 32 fiskum landað fyrstu tvo dagana.

Sú breyting hefur orðið á veiðileyfasölu í Eyjafjarðará að leyfin eru nú seld á vefsíðu veiðifélagins og hægt að nálgast lausa daga á www.eyjafjardara.is.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert