Misstu allra stærstu bleikjuna

Ríkarður Hjálmarsson með glæsilegt eintak úr Soginu. Hann segir að …
Ríkarður Hjálmarsson með glæsilegt eintak úr Soginu. Hann segir að vanti nokkra daga með smá hlýindum og þá fer þetta á fleygiferð. Ljósmynd/ÁB

Ríkarður Hjálmarsson og félagar fóru í Ásgarð í Soginu í dag í kjör aðstæðum. Þeir lönduðu fimm bleikjum á bilinu fimmtíu til 65 sentímetrar, sem eru virkilega flottar bleikjur. Þeir misstu hins vegar fisk eins og allir eru að leita að á þessum tíma í Soginu. Alvöru kusu.

Útsýnið verður ekki betra en þetta.
Útsýnið verður ekki betra en þetta. Ljósmynd/RH

Við settum í fleiri og hefðum viljað sjá eina í háfnum sem Marinó Guðmundsson missti. Það var ein af þessum stórbleikjum sem sögur fara hér i Soginu og skilið hafa eftir veiðimenn mjög hugsi. Við sáum hana nokkru sinnum og maður lifandi hvað hún var hraust. Það þarf allt að ganga upp þegar þú setur í svona fiska á nettar silungagræjur,“ upplýsti Ríkarður í samtali við Sporðaköst. 

Marinó Guðmundsson með fallega Sogs bleikju. Hann missti alvöru kusu …
Marinó Guðmundsson með fallega Sogs bleikju. Hann missti alvöru kusu í dag. Ljósmynd/RH

Þeir voru að taka þessar bleikjur á Caddis og svartar púpur í stærð fjórtán. Ríkarður sagði að skilyrðin hefur verið frábær, allt að því rómantísk. Nánast logn en hefði alveg mátt vera aðeins hlýrra. „Þetta var svo frábært. Bæði félagsskapur og góð veiði. Til að þetta fari á fleygiferð þarf nokkra daga í viðbót með átta til tíu gráðum.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert