„Geggjaður strákadagur“ í Hlíðarvatni

Elmar, átta ára veiddi á flotholt og flugu og það …
Elmar, átta ára veiddi á flotholt og flugu og það skilaði fínum árangri. Ljósmynd/ÍB

Ívar Bragason átti flottan dag í Hlíðarvatni í Selvogi í gær, með nokkrum af sínum bestu mönnum. Syni, tengdasyni og afastrák. Ívar hefur verið í veiðifélaginu Árbliki í Þorlákshöfn í tuttugu ár og átti dag í gegnum það félag.

„Þetta var geggjaður strákadagur. Sonur minn Garibaldi og Davíð tengdasonur og Elmar sonur hans. Þetta var svo magnað. Það var allt að springa út. Bleikjan var komin í yfirborðið að sækja klakið og alveg í harða landi líka. Við gerðum frábæra veiði allt upp í sextíu sentímetra bleikjur og mikið var af fimmtíu sentímetra.“

Bjarni rauður númer fjórtán og svartur númer sextán. Þetta var …
Bjarni rauður númer fjórtán og svartur númer sextán. Þetta var að gefa Ívari vel í gær. Ljósmynd/ÍB

Ívar segir að tökurnar hafi verið mjög grannar og hún hafi verið að höggva mikið í fluguna án þess að festast. „Þetta var alls ekki hefðbundið. Ekki Krókurinn og Peacock og svoleiðis. Þetta var blóðormur númer sextán og svo fluga sem ég held að heiti Bjarni rauður og Bjarni svartur. Þetta eru svakalega sterkar púpur. Við lönduðum tuttugu bleikjum og misstum alveg helling.“

Ívar og fjölskylda lenti í drauma aðstæðum og flottri veiði.
Ívar og fjölskylda lenti í drauma aðstæðum og flottri veiði. Ljósmynd/ÍB

Hann fékk sjálfur sextíu sentímetra bleikjuna og var það hörku viðureign. Hann var með fjarka og átta punda taum þannig að þetta tók tíma. 

„Þegar maður hittir á aðstæður eins og við gerðum í gær þá er þetta alger paradís. Ég sá í bókinni að veiðin hafði verið fín í fyrradag en mun smærri fiskur. Við bara hittum svona ljómandi á þetta,“ sagði kátur Ívar Bragason.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Aðaldal Magni Jónsson 2. ágúst 2.8.
100 cm Selá í Vopnafirði Tim Dyer 1. ágúst 1.8.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.

Skoða meira