Þrír maríulaxar úr Þverá

María Björg Ágústdóttir með maríulax úr Kaðlinum. Þessi fiskur mældist …
María Björg Ágústdóttir með maríulax úr Kaðlinum. Þessi fiskur mældist 83 sentímetrar og tók Evening dress fluguna. Ljósmynd/Aðsend

Þrír maríulaxar eru komnir á land í kvennaholli sem nú er að veiðum í Þverá. Sá fyrsti kom í gærkvöldi úr Kaðalstaðastreng og var það lúsugur og vel haldinn smálax. Í morgun gaf svo „Kaðallinn“ annan maríulax. 83 sentímetra hrygnu og veiðimenn þar misstu þrjá til viðbótar. Þriðji maríulaxinn kom svo úr Flatarhyl sem er ofarlega í Þverá og mældist hann 73 sentímetrar.

Báðir laxarnir sem veiddust í morgun voru fallegar og vel haldnar hrygnur. Ekki lúsugar en glæsilegir vorfiskar. Egill Jóhann Kristinsson var leiðsögumaður þeirra Maríu og Írisar í morgun. „Við lentum bara í skemmtilegri veiði. Þær lönduðu báðar maríulaxi, við vorum að missa fiska og reisa. Þetta var alveg kærkomið líf,“ sagði Egill í samtali við Sporðaköst.

Íris Ósk Laxdal með maríulax úr Flatarhyl. Egill Jóhann Kristinsson …
Íris Ósk Laxdal með maríulax úr Flatarhyl. Egill Jóhann Kristinsson var leiðsögumaður þeirra í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Þá kom 88 sentímetra fiskur í Brennunni í morgun og annar minni. 

Kjarrá opnar í fyrramálið og vita menn af löxum sem eru komnir þangað upp eftir.

Síðasta holl í Norðurá gaf fimm laxa og voru þar komnir tólf laxar á land. 

Lax hefur sést í Elliðaánum og þá greindi facebooksíða Miðfjarðarár frá því í dag að í Vesturánni hefðu sést um þrjátíu laxar í nokkrum veiðistöðum. Opnun þar er hinn 15. júní.

Leiðrétting

Í ljós kom að laxatalning í Miðfjarðará var gömul frétt frá aðdraganda opnunar í fyrra. Eitthvað hefur sést af laxi, en tölur ekki staðfestar fyrir þetta ár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert