Rólegheit í opnun á Ásunum

Oddur Ingason með níutíu sentímetra lax úr Tuma. Þessi tók …
Oddur Ingason með níutíu sentímetra lax úr Tuma. Þessi tók Skugga plasttúbu. Laxinn úr Fluguhyl mældist áttatíu sentímetrar. Ljósmyndi/SB

Veiði hófst í Laxá á Ásum í gær. Eins og í flestum ám sem eru að opna þessa dagana var rólegt yfir opnunardeginum. Tveimur löxum var landað. Öðrum úr veiðistaðnum Tuma og hinn kom úr Fluguhyl.

„Þetta er svo sem í takt við það sem við áttum von á. Rólegum júní og svo vonandi fáum við góðar göngur af smálaxi í júlí. Ég hef trú á að það gangi eftir,“ sagði Sturla Birgisson, umsjónarmaður Laxár á Ásum í samtali við Sporðaköst.

Veiðimenn sem opna ána urðu varir við fiska í Langhyl en þeir tóku ekki. Mesta lífið var í Fluguhyl.

Þessi opnun er í takt við það sem er að gerast í flestum ám. Miðfjarðará virðist þó á betra róli eins og oft áður síðustu árin. Þá er ekki hægt að kvarta undan veiðinni í Þjórsá, en yfir tvö hundruð laxar eru komnir þar á land frá því að veiði hófst 1. júní. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Aðaldal Magni Jónsson 2. ágúst 2.8.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.

Skoða meira