Laxá í Leirársveit í útboð

Glímt við lax í Laxfossi í Laxá í Leirársveit.
Glímt við lax í Laxfossi í Laxá í Leirársveit. laxaileir.is

Veiðiréttur í Laxá í Leirársveit verður boðinn út frá og með sumrinu 2023. Félagið Sporðablik sem er með ána á leigu og hefur verið í fjöldamörg ár, er með samning út næsta sumar. Á félagsfundi sem haldinn var síðasta dag nóvember mánaðar var samþykkt að auglýsa veiðirétt í Laxá og vötnin í Svínadal þar sem leitað verði eftir „samstarfsaðila um markaðssetningu og sölu veiðileyfa á öllu vatnasvæði Laxár frá og með árinu 2023,“ eins og segir í tillögunni sem samþykkt var á félagsfundinum.

Hallfreður Vilhjálmsson formaður veiðifélags Laxár í Leirársveit staðfesti þetta í samtali við Sporðaköst. Stjórn veiðifélagsins á eftir að koma saman og útfæra nánar hvernig framkvæmdinni verður háttað en ljóst er að áin og veiðisvæðið í heild sinni verður auglýst á nýju ári.

Breskur veiðimaður þreytir lax í Miðfellsfljóti í Laxá í Leirársveit.
Breskur veiðimaður þreytir lax í Miðfellsfljóti í Laxá í Leirársveit. Morgunblaðið/Einar Falur

Hallfreður telur raunhæft að auglýsing um leiguna verði birt í febrúar án þess að nákvæm tímasetning liggi fyrir. Hann segir þó að þegar hafi áhugasamir aðilar sett sig í samband við veiðifélagið vegna þessa.

Laxá í Leirársveit skilaði 850 löxum í sumar og er það besta veiði í ánni frá árinu 2015 þegar veiðin var 1.121 lax. Miklar sveiflur hafa verið í veiðinni í Leirársveit undanfarin ár og fór hún niður í 300 laxa þurrkasumarið 2019.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert