Hjónin bæði með hundraðkall í Aðaldal

Svona lítur veiðiugginn út á haust hæng sem hefur náð …
Svona lítur veiðiugginn út á haust hæng sem hefur náð þessari eftirsóknaverðu stærð hundrað plús sentímetrar. Þessi mældist 102 sentímetrar og veiddist á Mjósundi. Ljósmynd/AJ

Loksins kom haust – hundraðkall úr Laxá í Aðaldal. Það var Aðalsteinn Jóhannsson sem setti í hann og landaði á Mjósundi á haust Frigga. Alli eins og hann er kallaður var á tíunda degi í beit í Laxá þegar veiðigyðjan verðlaunaði hann með þessum magnaða hæng.

Aðalsteinn með hænginn sem er einn af fimm löxum í …
Aðalsteinn með hænginn sem er einn af fimm löxum í sumar í Aðaldal sem hafa náð hundrað sentímetrum. Kristrún kona hans veiddi einn þeirra. Ljósmynd/AJ

Það var 31. júlí sem Drottningin gaf síðast hundraðkall, en viku áður hafði Kristrún Ólöf Sigurðardóttir, eiginkona Alla landað einum slíkum. Þau hjónin hafa þannig bæði landað hundraðkalli í Aðaldalnum í ár.

Er þetta ekki búið að vera hark í Laxá?

„Nei aldeilis ekki. Við erum búnir að vera að setja í þrjá til fimm laxa á hverri vakt og ég upplifi það þannig að það sé mikið um að vera í Laxá,“ svaraði Alli og kom það svar þægilega á óvart því aflatölur hafa ekki verið upp á marga fiska í Aðaldalnum í sumar.

Kristrún Ólöf Sigurðardóttir með hundraðkallinn sem hún veiddi í Aðaldal …
Kristrún Ólöf Sigurðardóttir með hundraðkallinn sem hún veiddi í Aðaldal 24. júlí í sumar. Þessi veiddist á Fossavaði. Ljósmynd/KA

Maður hefur heyrt að áin sé hálf tóm. Er það ekki þannig?

„Nei. Hér er mikið af fiski. Við erum búnir að sjá allavega þrjá sem sennilega ná þrjátíu pundunum. Ég setti í einn slíkan í Efri – Grástraumi en átti aldrei séns í hann. Ég er búinn að landa ríflega tuttugu fiskum. Á eftir að telja þetta betur saman en er kominn með tvo 85, 87, 90, 93, 95 og 102 og fullt undir áttatíu sentímetrum. Ég hef ekki séð svona mikið líf í Laxá á þessum tíma áður.“

Það voru margar hendur sem aðstoðuðu við mælinguna í gær.
Það voru margar hendur sem aðstoðuðu við mælinguna í gær. Ljósmynd/AJ

Mjósunds hængurinn mældist 102 sentímetrar og þegar hann Alli var spurður hver gæti vottað mælinguna hló hann og sagði; „Árni Pétur Hilmarsson og allir hans afkomendur.“ Árni Pétur er sá sem sér um rekstur á Laxá. Það var einmitt einn af afkomendunum, Hilmar Árnason sem háfaði hænginn. „Hann er pottþéttur í þessu. Þetta er þriðji yfir hundrað sentímetra sem hann háfar fyrir mig hér.“

Þetta er þriðji stærsti laxinn sem veiðst hefur í Aðaldal í sumar. Tveir sem mældust 103 sentímetrar eru komnir í bók og annar sem mældist 102. Svo eru það hundraðkallar hjónanna. Lokahollið er nú að veiðum í Aðaldal og nokkuð ljóst að lagst verður á þá allra stærstu á þessum síðustu dögum veiðitímans.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert