Óttast ekki tjón á seiðum vegna flóða

Brúarsmiðir voru í gær að hefja viðgerð á brú yfir …
Brúarsmiðir voru í gær að hefja viðgerð á brú yfir Svartá sem fellur í Blöndu. Þessi brú er í grennd við Barkarstaði og urðu á henni miklar skemmdir. Gríðarlegt magn af ís liggur enn á brúnni. Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson

Mikill jakaburður og krapaflóð mátti sjá í mörgum ám í síðustu viku, víða um land þegar snögg hlýnaði á landinu eftir langvinnandi frostakafla. Víða varð mikið tjón vegna þessa bæði á samgöngumannvirkjum, girðingum og túnum. En ýmsir hafa óttast að þetta ástand hafi í för með sér mikinn skaða í laxveiðiám og að seiði og hrogn hafa farið forgörðum í stórum stíl. Guðni Guðbergsson, sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, telur ekki líkur á því. Hann segir að erfitt sé að meta þetta þar sem sem aðgengi til athugana sé erfitt í og eftir flóð og að hans fólk hafi ekki skoðað þetta sérstaklega á vettvangi.

„Flóðið sem var á dögunum er ekki það fyrsta sem komið hefur og því líklega best að horfa til fyrri sögu. Þegar gögn um fiskgöngur og veiði eru skoðuð aftur í tímann er ekki að sjá að flóð og annað vetrarástand komi fram þar sem afgerandi áhrifaþáttur. Því er mín ályktun sú að flóð hafi almennt ekki afgerandi neikvæð áhrif. Frá okkar sjónarmiði manna á landi eru flóð og jakaburður ógnvænglegir atburðir. En ísinn flýtur á vatni og þótt það dýpki er nokkuð ljóst að fiskar drukkna ekki.

Brúin yfir Svartá lét undan og hreinlega færðist úr stað …
Brúin yfir Svartá lét undan og hreinlega færðist úr stað undan ofurþunga jakaburðarins. Brúarsmiðir eru mættir á staðinn. Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson

Það getur komið rof í botn þar sem stíflur myndast og einhver seiði hafa skolast á land en líklega er sá fjöldi ekki afgerandi þegar á heildina er litið. Flóð eru reyndar eðlilegur framgangur í náttúrunni. En í þeim skolast einnig út laust botnefni, leir og sandur, og því getur grófari botn orðið eftir sem þá er betra búsvæði fyrir laxfiska og fæðudýr á eftir.

Hvort það flóð sem var á dögunum hefur verið frábrugðið frá þeim sem áður hafa komið á eftir að koma í ljós en ég tel ekki líkur til að svo hafi verði,“ sagði Guðni í samtali við Sporðaköst.

Ýmsir hafa líst yfir áhyggjum sínum af afkomu laxaseiða í þessum miklu flóðum og víst er að þau voru mikið sjónarspil sem olli tjóni víða á landi. Þær áhyggjur að laxaseiði hafi drepist í miklu magni virðast óþarfar samkvæmt því sem Guðni segir hér að ofan.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira